Sumarmót Neista í sundi um helgina

Sumarmót Neista í sundi fer fram um helgina. Opið er fyrir skráningar fram á miðvikudag.

Mótið er vanalega haldið á sumardaginn fyrsta en að þessu sinni þótt hentugra að halda það 4. maí. Laugin á Djúpavogi er 16,7 metrar og lengstu sundin eru 100 metrar.

Veit eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og viðurkenningar fyrir 11 ára og yngri. Von er á keppendum frá Hornafirði á mótið.

Ester tekur við skráningum á netfangið estersigurasta[hjá]gmail.com eða í síma 899-7600. Skráningarfrestur er til klukkan 12:00 miðvikudaginn 1. maí.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ