Sumarmót Neista í sundi um helgina

Sumarmót Neista í sundi fer fram um helgina. Opið er fyrir skráningar fram á miðvikudag.

Mótið er vanalega haldið á sumardaginn fyrsta en að þessu sinni þótt hentugra að halda það 4. maí. Laugin á Djúpavogi er 16,7 metrar og lengstu sundin eru 100 metrar.

Veit eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og viðurkenningar fyrir 11 ára og yngri. Von er á keppendum frá Hornafirði á mótið.

Ester tekur við skráningum á netfangið estersigurasta[hjá]gmail.com eða í síma 899-7600. Skráningarfrestur er til klukkan 12:00 miðvikudaginn 1. maí.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok