Undirbúningur fyrir götuþríþrautina á Eskifirði í fullum gangi

Undirbúningur fyrir götuþríþrautina sem fram fer á Eskfirði fyrsta lagardag í júní er kominn á fullt. Keppnin er bæði fyrir börn og unglinga og ekki síður fyrir fjölskyldur en einstaklinga.

Keppnisflokkarnir eru tveir:

Super sprint (ætlað börnum og liðakeppnum)
400 metra sund (16 ferðar)
10 km hjólreiðar
2,5 km hlaup

Miðað er við börn í 1. - 7. bekk. Að hámarki má vera einn fullorðinn í liði en fullorðinn telst sá sem lokið hefur 8. bekk.

Þátttökugjaldið er 3000 krónur en 50% afsláttur er ef foreldri tekur líka þátt í keppnini.

Sprint (Einstaklings- og liðakeppni)

750 metra sund (30 ferðar)
20 km hjólreiðar
5 km hlaup

Þátttökugjaldið er 4000 krónur.

Ágóði keppninnar rennur til málefna ungmenna á Austurlandi.

Nánari upplýsingar um keppnina eru á www.gotu3.com

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ