Björg Blöndal heiðursfélagi ÍSÍ

Björg Sigurðardóttir Blöndal var um helgina gerð að heiðursfélaga í Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands. Björg fór lengi fyrir skíðastarfi UÍA.

Björg er fædd 18. apríl 1946. Björg hefur alla tíð unnið að framgangi íþrótta af ýmsu tagi en segja má að hún hafi hafið leiðtogastörf innan íþróttahreyfingarinnar með formennsku í skíðadeild Hugins 1976, þar sem börn hennar stunduðu skíðamennsku.

Formennsku í deildinni gegndi hún allt til ársins 1999 og meðfram þeim störfum átti hún sæti í skíðaráði UÍA, þar sem hún gegndi einnig formennsku um tíma.

Björg lagði ætíð mikla áherslu á aukið samstarf skíðadeilda á Austurlandi og einnig á hún stóran þátt í uppbyggingu skíðasvæðis á Seyðisfirði.

Björg átti sæti í varastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um tíu ára skeið á árunum 1996-2006 og starfaði á þeim tíma einnig í ýmsum nefndum og ráðum ÍSÍ.  Hún sinnir enn nefndarstörfum fyrir ÍSÍ.

Hún hefur áður hlotið gullmerki ÍSÍ (1996) og heiðurskross ÍSÍ (2009). Að vera heiðursfélagi er æðsta viðurkenning sem veitt er af hálfu ÍSÍ.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ