Grímur og Þóroddur fengu gullmerki ÍSÍ

 

Þóroddur Helgason Seljan og Grímur Magnússon voru sæmdir gullmerki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tengslum við þing UÍA í Neskaupstað á sunnudag fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar.

 

 

Þóroddur, sem fæddur er árið 1956, hefur þjálfað upp nokkrar kynslóðir glímumanna og er enn að. Hann var sæmdur gullmerki Glímusambands Íslands árið 2008 fyrir frábært starf í þágu glímunnar á Íslandi. Starfsmerki UÍA fékk hann árið 2011.

Grímur er fæddur árið 1950 og hefur starfað fyrir blakdeild Þróttar áratugum saman. Grímur er einn af „feðrum“ blaksins á Norðfirði, einni öflugustu blakdeild landsins.

Grímur hefur setið í nefndum og ráðum Blaksambandsins og verið dómari á vegum sambandsins um árabil.

Grímur er enn að, þjálfar, dæmir og hjálpar þar sem þess er þörf. Hann tók við orðunni þar sem hann var við störf á yngri flokka móti í blaki. Hann fékk starfsmerki UÍA árið 1987.

Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ kom fyrir hönd sambandsins á þingið og afhenti starfsmerkin.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ