Þorbjörg Ólöf íþróttamaður UÍA

Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, blakkona úr Þrótti, er íþróttamaður UÍA árið 2012. Þetta var tilkynnt á þingi sambandsins sem haldið var í Neskaupstað á sunnudag.

Þorbjörg Ólöf var kjölfestan í ungu Þróttarliði sem á árinu varð í öðru sæti í bæði Íslandsmóti og bikar þrátt fyrir að hafa misst nær allt byrjunarliðið í upphafi keppnistímabils. Hún var valin í íslenska landsúrtakið og frelsingi ársins í Mikasa-deild kvenna.

Auk þess að keppa í íþróttinni hefur Þorbjörg gegnt ýmsum störfum fyrir bæði Blaksambandið og blakdeild Þróttar. Til dæmis má nefna að hún var mótsstjóri á yngri flokka móti sem haldið var í Neskaupstað um helgina.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ