Fjarðabyggð Íslandsmeistari í þriðja flokki í futsal
Lið Fjarðabyggðar varð fyrir skemmstu Íslandsmeistari í þriðja flokki karla í futsal, sem er innanhússknattspyrna leikin með þyngri knetti og reglum sem eiga að gera leikinn hraðari og áhorfsvænni.
Úrslitakeppnin fór fram í Garði þar sem liðið lék gegn sameiginlegu liði heimamanna og Sandgerðina, Hvöt, Val og Snæfellsnesi. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill sameiginlegs yngri flokka starfs undir merkjum Fjarðabyggðar
Einn leikmannanna er Kristófer Páll Viðarsson sem nýverið var valinn í íslenska U-17 ára landsliðið sem tók þátt í æfingamóti í Wales nýverið.