Þróttur Íslandsmeistari í blaki
Þróttur Neskaupstað varð á laugardag Íslandsmeistari í blaki kvenna eftir 3-2 sigur á HK í æsilegum leik í Neskaupstað. Þróttur vann alla þrjá leikina í úrslitarimmunni gegn Kópavogsliðinu.
Þróttur vann fyrstu tvær hrinurnar 2-0 en tapaði næstu tveimur. Spennan var því mikil fyrir oddahrinuna þar sem Þróttarliðið tók sig saman í andlitinu og vann 15-8.
Liðið hafði áður hampað deildarmeistaratitlinum og vann alla leiki sína í vetur nema einn. Það tapaði bikarúrslitaleiknum gegn HK.
Fjöldi áhorfenda fyllti íþróttahúsið í Neskaupstað á laugardag og studdi stelpurnar til sigurs á heimavelli.