Felixnámskeið í Neskaupstað
UÍA og ÍSÍ standa fyrir námskeiði í Felix-kerfinu, skýrslukerfi íþrótta- og ungmennafélagshreyfinganna, í Nesskóla í Neskaupstað klukkan 18:00 fimmtudaginn 11. apríl. Óskar Örn Guðbrandsson, kerfisstjóri, kennir.
Hann verður með stutta almenna kynningu á kerfinu og snýr sér að því að hjálpa mönnum með þau vandamál og spurningar sem þeir kunna að hafa.
Námskeiðið er frítt og öllum opið.