Eva Dögg og Hjalti Þórarinn í þriðja sæti Íslandsglímunnar

Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson urðu í þriðja sæti Íslandsglímunnar sem haldin var á Selfossi um síðustu helgi.

Eva Dögg lagði Margréti Rún Rúnarsdóttur úr Herði á Ísafirði í úrslitaglímu um bronsið í kvennaflokki en þar er keppt um Freyjumenið. Heimakonan Marín Laufey Davíðsdóttir vann það þriðja árið í röð.

Í karlaflokki var glímt um Grettisbeltið. Þar varð Hjalti Þórarinn Ásmundsson í þriðja sæti með átta vinnina. Pétur Eyþórsson, Ármanni, vann beltið í áttunda sinn.

Eva Dögg og Hjalti æfa bæði með glímudeild Vals á Reyðarfirði en keppa undir merkjum UÍA. Frá sambandinu tóku einnig þátt Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Magnús Karl Ásmundsson og Hjörtur Elí Steinþórsson.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ