Stórgóður árangur á Íslandsmóti í fimleikum

Lið fimleikadeildar Hattar náðu góðum árangri á Íslandsmótsinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ fyrir skemmstu í umsjá Stjörnunnar. Sex lið fóru frá deildinni með alls 59 keppendum.

Tvö lið hömpuðu Íslandsmeistaratitlum. Drengjaliðið í 3. flokk 11-12 ára og Höttur mix í 2. flokki 13.-15 ára. Þá varð lið Hattar í öðru sæti í opnum flokki 15 ára og eldri.

Að auki varð A liðið í fimmta sæti í 3. flokk og B liðið þar í 10. sæti. Í 2. flokki varð kvennalið Hattar í níunda sæti.

Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari deildarinnar, segir árangurinn hafa komið á óvart eftir að reglurnar voru hertar síðasta haust.

„Í dag er ein deild á Austurlandi og við hjá fimleikadeild Hattar gleðjumst á meðan við náum að fylgja liðum á Suðurlandi eftir þar sem aðstaða fimleikaiðkunar hjá okkur er ekki sú besta sem á er kosið.“

Elstu iðkendurnir voru lengur í Garðabæ og æftu tvisvar á mánudeginum eftir mót. Sérstök áhersla var lögð á stökk en stokkin voru stökk sem undirbúin höfðu verið mánuðum saman á æfingum eystra.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ