Úrslit úr Páskaeggjamóti

Úrslit úr Páskaeggjamóti UÍA og Fjarðasports, sem haldið var í Neskaupstað 17. mars eru komin inn á vefinn.

Tuttugu keppendur mættu til leiks á mótinu. Keppt var í átta flokkum og voru páskaeggjamót í verðlaun fyrir stigahæsta einstaklinginn í hverjum flokki. Ekki var þó næg þáttaka í flokki 11 ára pilta.

Árangur keppenda af mótinu er gildur sem forkeppni fyrir Skólaþríþraut FRÍ. Þá voru lítil egg í þátttökuverðlaun fyrir alla keppendur.

Páskaeggjahafar:

Stúlkur 11 ára: Emilía Fönn Hafsteinsdóttir, Leikni, 30 stig.

Stúlkur 12-13 ára: Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti, 30 stig
Piltar 12-13 ára: Steingrímur Örn Þorsteinsson, Hetti, 27 stig

Stúlkur 14-15 ára: Helga Jóna Svansdóttir, Hetti, 28 stig
Piltar 14-15 ára: Mikael Máni Freysson, Þristi, 29 stig

Stúlkur 16 ára og eldri: Andrea Magnúsdóttir, Þrótti, 28 stig
Piltar 16 ára og eldri: Björgvin Jónsson, Hetti, 30 stig.

Úrslitin má nálgast hér.

Myndir: Jón Guðmundsson


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ