Ungt fólk og lýðræði hefst í dag

Lýðræðisráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem fram fer í Valaskjálf á Egilsstöðum, hefst í dag. Von er á um sextíu þátttakendum á ráðstefnuna.

Þátttakendur koma af öllu landinu. Bæði koma þeir með flugi frá Reykjavík og rútu sem leggur af stað frá Akureyri en eins bætast heimamenn í hópinn. Hópurinn hittist í Valaskjálf klukkan átta í kvöld þar sem byrjað verður á samhristingi.

Formleg setning er klukkan tíu í fyrramálið. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, ráðstefnustjóri, ávarpar ráðstefnuna fyrir hönd Ungmennafélags Íslands sem stendur að baki ráðstefnunni. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, tekur á móti gestum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samkvæmt heimildum uia.is er von á þriðja fyrirlesaranum með ávarp en ekki hefur fengist uppgefið hver það sé.

Að loknum ávörpum byrja fyrirlestar ráðstefnunnar. Þá flytja Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna og Katrín Karlsdóttir, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði. Þema ráðstefnunnar í ár er ungt fólk og skipulag.

Eftir hádegi á morgun og á föstudagsmorgun verður unnið í vinnustofum. Dagskráin verður að auki brotin upp með kvöldvöku á fimmtudagskvöld og skoðunarferð um Egilsstaði seinni part fimmtudags.

Formleg kynningar á niðurstöðum ráðstefnunnar er klukkan 13:00 á föstudag. Þangað eru allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ