Ásinn vann Bólholtsbikarinn

Ungmennafélagið Ásinn fagnaði á sunnudag sigri í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik eftir 58-46 sigur á Sérdeildinni 1, sigurvegurum tveggja síðustu ára, í úrslitaleik.

Sex lið skráðu sig til keppni í haust en fimm luku keppni. Á sunnudag fór fram úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Sérdeildin 1, sem hafnaði í þriðja sæti forkeppninnar, vann Sérdeildina 2 í fyrri undanúrslitaleiknum. Liðin skiptust á að hafa forustuna en Sérdeildin 1 seig fram úr í fjórða leikhluta. Sérdeildin 2 fékk þrjú færi til að jafna í síðustu sókninni en þau geiguðu öll.

Hinn undanúrslitaleikurinn var mun hraðari og meira skorað í honum en mun minni spenna. Ásinn var með um tuttugu stiga forskot allan leikinn gegn Austra og vann 89-55.

Sérdeildin 1 og Austri mættust því í leiknum um þriðja sætið. Austri hafði þá bætt við sig leikmönnum frá undanúrslitunum. Sérdeildin hafði samt öruggt forskot allan leikinn og vann að lokum 78-49.

Ásinn, sem varð efstur í deildakeppninni með 16 stig líkt og Sérdeildin 2 en hafði betur í innbyrðis viðureignum, tók forustuna strax í fyrsta fjórðungi gegn Sérdeildinni 1 í úrslitaleiknum og hélt henni til loka. Helst var það í síðasta leikhluta sem saman dró með liðunum en það kom ekki í veg fyrir að nýtt nafn yrði skráð á bikarinn.

Þetta er í þriðja sinn sem UÍA og Bólholt standa fyrir bikarkeppni á Austurlandi í körfuknattleik. Fannar Magnússon var stigahæstur í keppninni, skoraði 159 stig í átta leikjum.

Myndir úr úrslitakeppninni

Ásinn – Sérdeild 1 58-46 
(20-12, 38-20, 50-28, 58-46).
Stig Ássins: Jónas Hafþór 16, Ívar Karl 14, Rúnar 11, Jónas Ástþór, Elvar Ægisson 5, Valdemar 3, Villi Pálmi, Elís 2.
Stig Sérdeildarinnar 2: Viggó 16, Hjálmar Baldursson 7, Dóri, Sigurdór, Sigfús 6, Hjalli Jóns 5.

Sérdeild 2 – Austri 78-49
(16-9, 42-22, 65-37, 78-49)
Sérdeild 2: Fannar 19, Máni Vals 15, Kjartan, Anton Helgi 12, Siggi 7, Ingvar 6, Davíð Logi 4, Brói 3.
Austri: Siggi Sölvi 14, Steini, Ólafur Hlynur 10, Nikki 6, Jóhann Örn 3, Pétur, Heimir, Konráð 2.

Ásinn – Austri 89-55 
(23-13, 53-21, 78-37, 89-55)
Ásinn: Elvar Ægis 28, Jónas Hafþór 13, Jónas Ásþór, Rúnar 11, Ívar Karl 10, Elís 8, Valdemar 2.
Austri: Siggi Sölvi 16, Steini 12, Ólafur Hlynur 11, Pétur 6, Nkki, Heimir 5, Jóhann 1.

Sérdeild 2 – Sérdeild 1 37-40
(11-10, 16-20, 31-29, 37-40).
Sérdeild 2: Fannar 12, Anton Helgi 8, Ingar 6, Máni Vals 5, Davíð Logi, Davíð Skúlason, Kjartan 2.
Sérdeild 1: Sigfús 14, Viggó 13, Dóri 8, Ævar 3, Hjalli 2.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ