Hrönn sigurvegari í kvennatölti Blæs

Heimakonan Hrönn Hilmarsdóttir hrósaði sigri í flokki vanra kvenna á kvennatölti Blæs sem haldið var í Dalahöllinni í þriðja sinn fyrir skemmstu.

Mótið er haldið til minningar um hestakonuna Halldóru Jónsdóttur. Fjölskylda hennar stendur fyir mótinu en Blær sá um framkvæmd þess í ár. Alls voru 19 hross skráð til keppni og 16 knapar. Úrslit voru sem hér segir.

Telpnaflokkur:

1. Elísabet Líf Theodórsdóttir
2. Guðrún Jóhannsdóttir
3. Sigríður Theodóra Sigurðardóttir
4. Arndís Lilja Geirsdóttir

Minna vanar konur:

1. Þórey Sigfúsdóttir
2. Anna Bergljót Sigurðardóttir
3. Sigrún Júlía Geirsdóttir

Vanar konur:

1. Hrönn Hilmarsdóttir
2. Dagrún Drótt Valgarðsdóttir
3. Erla Guðbjörg Leifsdóttir 
4. Guðbjörg O. Friðjónsdóttir
5. Laufey Sigurðardóttir

Mótið tókst vel í alla staði og er síðasti viðburður í Dalahöllinni í bili. Ástæðan er að nú fer í hönd mikill framkvæmdatími þar sem gera á félagsaðstöðu og hesthús inni í höllinni.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ