Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins á sunnudag
Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudag. Í undanúrslitum eru Ásinn, Sérdeildin 1, Sérdeildin 2 og Austri.
Mikil spenna var í keppninni í ár en Ásinn og Sérdeildin 2 urðu jöfn að stigum í fyrsta sæti með sextán stig hvort og Sérdeildin 1 og Austri í þriðja sæti með sex stig.
Innbyrðisviðureign ræður úrslitum þegar lið eru jöfn að stigum. Ásinn fær því fyrsta sætið og Sérdeild 1 þriðja sætið.
Dagskrá sunnudagsins er því eftirfarandi:
9:30 Sérdeild 2 - Sérdeild 1
11:00 Ásinn - Austri
12:30-13:30 Matarhlé
13:30 Leikið um þriðja sætið
15:00 Úrslitaleikur
16:30 Meistarar krýndir, allt búið og allir fara glaðir heim
Í auglýsingu í Dagskránni var því ranglega haldið fram að Tíundi flokkur Hattar hefði komist í úrslitakeppnina. Hér með er beðist velvirðingar á þeim mistökum.