Þing UÍA í Neskaupstað 14. apríl

Þing UÍA verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað sunnudaginn 14. apríl klukkan 11:00. Þingið er æðsta vald í málefnum sambandsins.

Drög að dagskrá:

1. Setning og kosning starfsmanna
2. Skýrsla stjórnar
3. Skýrslur sérráða
4. Ársreikningur
5. Umræður um skýrslur og reikninga
6. Vísan mála í nefndir
7. Veiting viðurkennina, ávörp gesta, hádegismatur
8. Nefndarstarf
9. Afgreiðsla mála úr nefndum
10. Kosningar
11. Önnur mál
12. Þingslit.

Tillögur að breytingum á lögum UÍA skal skila til stjórnar eigi síðar en þremur vikum fyrir þing.

Sambandsþing UÍA er fulltrúaþing og hefur hvert aðildarfélag rétt til að senda atkvæðisbæra fulltrúa á þingið miðað við fjölda fullskattskyldra félaga samkvæmt félagatali síðastliðins starfsárs.

Stjórnarmenn og varastjórnarmenn í UÍA eiga sjálfkrafa atkvæðisrétt á sambandsþingi. Auk þess eiga seturétt á þinginu með málfrelsi og tillögurétt, fulltrúar í sérráðum UÍA, aðrir sem kjörnir eru í trúnaðarstöður hjá sambandinu og þeir aðrir sem stjórn UÍA býður til þings.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ