Námskeið um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri

Ungmennafélag Íslands og Félag áhugafólks um íþróttir aldraða (FÁÍA) standa fyrir dags námskeiði um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri á Reykjalundi föstudaginn 22. mars. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum um hreyfingu einstaklinga 50 ára og eldri sem og fyrir áhugafólk um hreyfingu almennt.

Dagskrá

Kl. 10:00–10:15 Kynning á Landsmóti UMFÍ 50+ og FÁÍA
Kl. 10:15–10:45 Gunnlaugur Júlíusson, ofurhlaupari: Þú getur meira en þú heldur.
Kl. 10:45–11:25 Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur: Hefur matur og hreyfing áhrif á hvernig við verðum gömul?
Kl. 11:25–12:15 Hádegismatur
Kl. 12:15–12:50 Kristján Ómar Björnsson: Stafræn þjálfun aldraðra.
Kl. 13:00–13:30 Kristján Ómar Björnsson: Æfingar í íþróttasal.
Kl. 13:40–14:10 Sóley Jóhannsdóttir frá Stúdíó Sóleyjar: Leikfimi og dans í íþróttasal.
Kl. 14:20–15:30 Kynning á ýmsum íþróttum fyrir 50 ára og eldri.
Kl. 15:30–16:00 Kaffi - slit á námskeiðinu.
Kl. 16:15–16:45 Aðalfundur FÁÍA – allir velkomnir

Þátttökugjald er 3.000 kr. og innifalið í því eru námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffi.

Verkleg kennsla verður í íþróttasal og því er mælt með þægilegum fatnaði.

Skráning fer fram hjá Sigurði Guðmundssyni, landsfulltrúa UMFÍ, á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 568-2929 fyrir 19. mars.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ