Ungt fólk og lýðræði á Egilsstöðum
Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 20. - 22. mars. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er þáttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.
Ráðstefnan er nú haldin í fjórða sinn en mikil ánægja hefur verið með ráðstefnuna síðustu ár og hafa margir óskað eftir því að UMFÍ haldi áfram að leiða starf ungmenna í landinu.
Fulltrúar í ungmennaráði UMFÍ aðstoða við undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar. Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands er gestgjafi ráðstefunnar að þessu sinni og kemur einnig að undirbúning hennar í samstafi við Fljótsdalshérað.
Ráðstefnan er með öllu vímuefnalaus og þátttakendur undir 18 ára aldri skulu mæta í fylgd fullorðins aðila. Alls eru 75 sæti fyrir ráðstefnugesti í boði.
Dagskrá:
Miðvikudagur 20.mars
Móttaka og afhending ráðstefnugagna
20:00 Kvöldverður
Samhristingur og dagskrá kynnt: Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ
Fimmtudagur 21.mars
Morgunleikfimi og morgunverður
9:00 Dagskrá hefst
10:00 Ávarp gesta og formleg setning
Fyrirlesarar:
Katrín Karlsdóttir, M.Sc. í skipulagsverkfræði og umhverfissálarfræði.
Umboðsmaður barna
Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ
Hádegisverður
Vinnustofur tengdar efni fyrirlesara, umsjón í höndum fyrirlesara og starfsmanna UMFÍ.
Hressing
Kynnisferð: Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs
Kvöldverður
Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ
Kvöldvaka: Ungmennaráð UMFÍ
Föstudagur 22.mars
Morgunleikfimi og morgunverður
9:00 Vinnustofur hefjast
Verkefni úr Kompás: Ungmennaráð UMFÍ
Hádegisverður
13:00 Niðurstöður hvers hóps kynntar
Umræður, samantekt og ályktun: Formaður UÍA – Gunnar Gunnarsson
15:00 Ráðstefnuslit
Þátttökugjald er kr. 10.000. –
UMFÍ tekur þátt í ferðakostnaði þátttakenda. Nánari upplýsingar og skráning hjá Sabínu Steinunni Halldórsdóttur, landsfulltrúa í síma 568-2929 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningarfrestur er til 13. mars.