Mikil stemming á námskeiði í bogfimi

Tæplega tuttugu þátttakendur mættu á námskeið í bogfirði sem Skotfélag Austurlands stóð fyrir í síðustu viku. Formaður félagsins segir hina nýju grein lið í að auka fjölbreytnina í starfinu.

„Bogfimi er íþróttagrein sem hefur verið að ryðja sér til rúm á síðustu árum og okkar langaði að gefa Austfirðingum færi á að kynna sér greinina og æfa,“ segir Bjarni Þór Haraldsson, formaður SKAUST.

Innan félagsins var nýverið stofnuð bogfimideild, sú fyrsta á Austurlandi. „Í dag eru um 200 félagar í SKAUST og bogfimin er kærkomin viðbót við það mikla starf sem SKAUST hefur verið þekkt fyrir.“

Kennararnir komu úr borginni, Jón Eiríksson frá Íþróttafélagi fatlaðra og Lárus Jón Guðmundsson úr hinu nýstofnaða bogfimifélagi Boganum. Á milli 20 og 30 manns keppa á bogfimimótum á Íslandi.

Jón og Lárus hafa unnið að útbreiðslu greinarinnar hérlendis og voru ánægðir með efniviðinn sem þeir sáu á Egilsstöðum. Átján þátttakendur voru á námskeiðinu, af báðum kynjum og á ýmsum aldri.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ