Gull og gleði á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

 

Sex Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur af Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára er fram fór í Laugardalshöll nú um helgina. Alls voru 377 keppendur skráðir til leiks frá 20 félögum víða af að landinu, þar af átti UÍA 14 keppendur sem fóru algjörlega á kostum sögn Lovísu Hreinsdóttur, annars tveggja þjálfara UÍA hópsins.

 

Steingrímur Örn Þorsteinsson 13 ára fór mikinn á sínu fyrsta Meistaramóti og sigraði hvoru tveggja í 60 m spretthlaupi og langstökki, hann var að auki í sigursveit UÍA í 4x 200 m boðhlaupi í flokki 13 ára pilta. Sveitin sú bar grósku í austfirsku frjálsíþróttalífi glögglega merki en sveitin var saman sett af hlaupurum úr fjórum aðildarfélögum UÍA; Daða Þór Jóhannssyni Leikni, Atla Fannari Péturssyni Þrótti, Steingrími Erni Hetti og Henrý Elís Gunnlaugssyni Val. UÍA varð að auki stigahæsta félagið í flokki 13 ára pilta og hömpuðu piltarnir okkar stigabikar af því tilefni í lok móts.

Henrý Elís Gunnlaugsson sem einnig var að keppa á sínu fyrsta Meistaramóti gerði sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi 13 ára pilta.

 

Halla Helgadóttir skilaði sér langfyrst í mark í 800 m hlaupi 12 ára stúlkna, sigraði auk þess með yfirburðum í hástökki og varð þriðja í langstökki í sama flokki.

Daði Þór Jóhannsson og Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir hlutu bæði brons í langstökki í flokkum 13 ára pilta og stúlkna.

Aðrir keppendur UÍA stóðu sig einnig með miklum sóma, mikið var um bætingar og margir komust í úrslit í sínum greinum.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér og hér má finna fleiri myndir af mótinu.

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ