Skíðakeppendur UÍA gerðu það gott á Bikarmóti

 

Um helgina fór fram í Hliðarfjalli á Akureyri annað Bikarmótið af fjórum í Bikarmótaröðinni fyrir 14-15 ára á skíðum.

Keppendur UÍA stóðu sig með ágætum, tvenn verðlaun skiluðu sér austur en þar voru á ferð þeir Guðsteinn Ari Hallgrímsson (SKIS) sem náði 2. sæti í svig 15 ára og Þorvaldur Marteinn Jónsson (SFF) hafnaði í 3. sæti í stórsvigi 14 ára.

 

Árangur annarra UÍA keppenda varð eftirfarandi:

Stórsvig:

14 ára

Ásbjörn Eðvaldsson (SFF) varð í 6. sæti

Guðrún Arna Jóhannsdóttir (SFF) varð í 5. sæti

Helga Jóna Svansdóttir (SKIS) varð í 13.sæti

Hekla Björk Hreggviðsdóttir (SFF) varð í 14. sæti (hlekktis á)

 

15 ára:

Eiríkur Ingi Elísson (SKIS) varð 5. sæti

Guðsteinn Ari Hallgrímsson (SKIS) varð 9. sæti (hlekktist á)

Jensína Marta Ingvadóttir (SFF) varð í 7. sæti

 

 

Svig:

14 ára:

Þorvaldur Marteinn Jónsson (SFF) varð í 4. sæti

Ásbjörn Eðvaldsson (SFF) Ásbjörn (SFF) varð í  9 sæti (hlekktist á)

Helga Jóna Svansdóttir (SKIS) varð í 10.sæti

Guðrún Arna Jóhannsdóttir (SFF) varð í 11. sæti

Hekla Björk Hreggviðsdóttir (SFF) varð í 12. sæti

 

15 ára:

Eiríkur Ingi Elísson (SKIS) varð 7. sæti

 

Jensína Marta Ingvadóttir (SFF) varð í 6. sæti

 

Heildarúrslit mótsins má finna á vef Skíðasambands Ísland og Skíðafélags Akureyrar.

Hér á myndinni má sjá hópinn glaðbeittan í Hliðarfjalli. Mynd Jón Einar Marteinsson.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ