Námskeið í bogfimi

Nýverið var stofnuð bogfimideild við Skotfélag Austurlands. Nú um helgina stendur deildin fyrir námskeiði í bogfimi og fer það fram í Sláturhúsinu/Bragganum á Egilsstöðum.

Þátttakendum verður skipt í 2 hópa, A og B.

Báðir hóparnir munu mæta tvisvar hvorn dag.

Hver tími verður um 1,5 klst, heildar tíminn verður því 6 klst fyrir hvorn hóp.

LAUGARDAGUR 23. Febrúar

Klukkan 13:00 – 14:30 Hópur A

Klukkan 14:30 – 16:00 Hópur B

Klukkan 17:00 – 18:30 Hópur A

Klukkan 18:30 – 20:00 Hópur B

 

SUNNUDAGUR 24. Febrúar

Klukkan 10:00 – 11:30 Hópur A

Klukkan 11:30 – 13:00 Hópur B

Klukkan 14:00 – 15:30 Hópur A

Klukkan 15:30 – 17:00 Hópur B

 

Tímasetning getur breyst eftir þörfum og aðstæðum

Farið verður yfir öryggisreglur, meðferð boga og skottækni kennd.

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að vera orðnir færir um að halda áfram æfingum á eigin spýtur en æskilegt er að halda framhaldsnámskeið (eða fá leiðbeinenda fljótlega yfir helgi) til að byggja frekar ofan á þennan byrjendagrunn.

 

Kennarar:

Jón Eiríksson, ÍFR

Lárus Jón Guðmundsson, Bogfimifélagið Boginn

Skráning hjá bjarni hjá skaust.net

 

Bogfimifélagið Boginn og Bogfimisetrið lána búnað til námskeiðsins (4 boga).

Verðið er kr. 5000 fyrir allt námskeiðið, allt innifalið s.s. búnaður

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ