Um 100 keppendur á Björnsmóti

 

Um liðna helgi var Björnsmót haldið í Stafdal, sem kennt er við einn af frumkvöðlum skíðaíþróttarinnar á Austurlandi, þ.e. Björn í Firði, á Seyðisfirði.

Keppendur á mótinu voru frá 4-16 ára og voru tæpleg 100 keppendur skráðir frá þremur skíðafélögum. Skíðafélagið í Stafdal, Skíðafélag Fjarðabyggðar og Mývetningi.

 

Krakkarnir renndu sér bæði í svigi og stórsvigi og á laugardeginum kepptu 10 ára og yngri, en sunnudag kepptu 11 ára og eldri.

Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og gekk mótið vel í alla staði þrátt fyrir erfið veðurskilyrði á sunnudeginum.

Heildarúrslit mótsins má finna hér á heimasíðu SKÍS.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ