Upplýsingar fyrir fjarfund með dr. Viðari

UÍA ætlar að senda út fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður Ánægjuvogarinnar, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla á fimmtudag.

Fundurinn verður sendur út í gegnum vefkerfi sem heitir ÜberConference. Kerfið líkist helst símafundi nema að hægt er að sitja hann í gegnum netið. Ekki þarf að sækja nein sérstök forrit fyrir fundinn en hins vegar er nauðsynlegt að nota Google Chrome vafrann sem sækja má hér.

Heimsækja þarf slóðina http://www.uberconference.com/u/uia í Google Chrome og slá inn PIN-númer: 11357. Í Dial-In Options þarf að velja "Connect Via Computer" og svo "Call".

Forritið mun síðan biðja um aðgang að hljóðnema og þá er best að ýta á "allow". Við hvetjum notendur til að hafa almennt slökkt á hljóðnemum sínum á meðan fyrirlestrinum stendur. Það er hægt að gera með að ýta á Ü merkið við nafn viðkomandi þátttaka og ýta þar á hljóðnemamerkið þannig það verði rautt. Sama aðgerð er notuð til að virkja hljóðnemann aftur á meðan fyrirlestrinum stendur ef þurfa þykir. Við verðum hins vegar vakandi á spjallinu í kerfinu og tökum þar við spurningum til Dr. Viðars.

Ef kerfið biður um frekari aðgangsheimildir þá á að vera meinlaust að heimila því þær.

Netútsendingin verður komin í gang klukkan fimm á fimmtudag (fyrirlesturinn hefst kl. 17:15).

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega inn í kerfið en það getur hjálpað við auðkenningu notanda. Það hjálpar okkur hins vegar ef áhugasamir láta vita af sér hyggist þeir nýta þjónustuna, sérstaklega ef þeir hafa skráð sig inn í kerfið, á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ekki verður um myndútsendingu að ræða en hægt verður að nálgast glærur dr. Viðars í gegnum kerfið á meðan fundinum stendur.

Með því að notast við þetta fyrirkomulag og forrit teljum við okkur ná betri gæðum á útsendingunni en ella og einfaldara notendaviðmóti fyrir sem flesta.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, í síma 848-1981 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ