Taekwondo íþróttin blómstar á Austurlandi

 

Taekwondoíþróttin er sannarlega að ryðja sér til rúms hér eystra og er það vel.

 

Nú um miðjan janúar var stofnuð taekwondodeild hjá Þrótti í Neskaupstað og eru æfingar komnar i fullan gang.  Aldursbil hópsins er frá 17-45 ára og er fyrrhugað að vera með æfingar fyrir 16 ára og eldri.

Þjálfari er Sigurbjörn Gunnarson með 5. kup sem einnig stofnaði taekwondo-deildina Þór á Akureyri fyrir um 14 árum. Sigurbjörn hefur því  umtalsverða reynslu sem stjórnarmaður og þjálfari og hefur hreinlega tekið undirbúning að þessu skrefi með promp og prakt. Nánari upplýsingar um deildina má finna á heimasíðu hennar.

Írunn Ketilsdóttir 4. dan er meistari félagsins og mun sjá um mánaðarlegar æfingabúðir fyrir austan og sameina þær með iðkendum frá Hetti á Egilstöðum. Það stefnir því í líflegt takwondosamstarf hér eystra á næstunni.

Eins og margir vita hefur Höttur staðið fyrir öflugu takwondostarfi um nokkurt skeið og með góðum árangri, en á dögunum voru tveir iðkendur Hattar þau Jóhann Beck Vilhjálmsson og Þuríður Nótt Björgvinsdóttir valin í hóp Ungra og efnilegra á vegum Taekwondo sambands Íslands.  Þeim býðst að sækja mánaðarleg æfingar suður og ef vel gengur jafnvel keppa á Norðurlandamóti.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ