Eitt silfur og tvö brons á MÍ 15-22 ára

 

UÍA átti níu keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Þrenn verðlaun skiluðu sér í hús auk þess sem mikið var um bætingar hjá UÍA fólki.

 

Meðal afreka má nefna að Daði Fannar Sverrisson lenti í öðru sæti í kúluvarpi í flokki pilta 16-17 ára og Helga Jóna Svansdóttir varð í þriðja sæti í þrístökki 15 ára stúlkna auk þess sem hún komst í úrslit í 60 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Mikael Máni Freysson náði þriðja sæti í 1500 m hlaupi í flokki 15 ára pilta og komst í úrslit í þrístökki og 60 m. Þá komust Einar Bjarni Helgason og Atli Pálmar Snorrason í úrslit í langstökki 15 ára pilta.

Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á frjálsþróttamótum auk þess sem þónokkuð var um bætingar eins og áður sagði. Það er því óhætt að segja að árangurinn á mótinu lofi mjög góðu fyrir sumarið þegar keppnistímabilið utan húss fer á fullt.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ