Góður árangur austfirskra skíðakrakka á Bikarmóti
Fyrsta bikarmót vetrarins á skíðum í 14-15 ára flokki var haldið á Dalvík um helgina. Þar kepptu keppendur frá Skíðafélaginu Fjarðabyggðar og Skíðafélaginu í Stafdal sameiginlega undir merkjum UÍA á bikarmótum á vegum Skíðasambandsins. Félögin tefla sameiginlega fram mjög sterkum hópi keppenda. 14 og 15 ára keppa saman, en veitt eru verðlaun á mótunum fyrir hvorn árgang fyrir sig.
Árangur okkar fólks okkar fólks var glæsilegur.
Þorvaldur Marteinn var í 1. sæti í sínum aldursflokki í stórsvigi og 6 sæti í svigi
Guðsteinn var í 4. sæti í stórsvigi og 2. sæti í svigi
Eiríkur var í 3. sæti í stórsvigi en hlekktist á í svigi
Ásbirni hlekktist á í stórsvigi og var í 10. sæti í svigi
Jensínu Mörthu hlekktist á í stórsvigi og 7. sæti í svigi
Guðrún Arna var í 5. sæti stórsvigi og 8. sæti í svigi
Írena Fönn var í 15. sæti í stórsvigi og 12. sæti í svigi
Hekla Björk var í 11. sæti í stórsvigi og 13. sæti í svigi
Áður var Lilja Tekla búin að taka þátt í FIS/Bikarmót á Akureyri 12.-13. janúar og lenti þar í 7 sæti í svigi og 8 sæti í stórsvigi í fullorðinsflokki. í 16-17 ára flokki var hún í 6 sæti í svigi og 4 sæti í stórsvigi. Lilja Tekla keppir bæði í 16-17 ára flokki og fullorðinsflokki 16 ára og eldri og eru veitt verðlaun í báðum flokkum.