Upplýsingar fyrir fjarfund
UÍA ætlar að senda fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar þar sem hann kynnir niðurstöður fyrir Austurland úr rannsókn á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda og fleira meðal ungmenna í 8. - 10. bekk út á netinu.
Aðeins verður sent út hljóð en við vonumst til að gera glærur hans aðgengilegar fyrir þá sem verða með í gegnum netið þegar fundurinn byrjar.
Ekki þarf að sækja neinn aukabúnað til að taka þátt í fundinum en nota þarf Google Chrome vafrann. Um klukkan fimm á mánudag (fyrirlesturinn hefst 17:15) munum við setja inn slóð á uia.is ásamt lykilorði sem þarf til að komast á fundinn.
Fyrir áhugasama má benda á að notast verður við búnað frá uberconference.com, vilji menn prófa búnaðinn og stofna sér aðgang. Ekki á samt að þurfa sérstakan aðgang fyrir fundinn.
Fyrirlesturinn sjálfur verður haldinn í Hlymsdölum á Egilsstöðum (gegnt Hótel Héraði) og er öllum opinn. Nánari upplýsingar veitum við á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471-1353.