Landslið Íslands í aplagreinum við æfingar og keppni í Oddsskarði
Um helgina fer fram FIS/Bikarmót fyrir 16 ára og eldri í Oddsskarði. Þangað koma til keppni allt helsta skíðafólk landsins og nú síðustu dagana fyrir mót æfir Landslið Íslands í alpagreinum í Oddskarði.
Við hvetjum skíðafólk að skella sér í fjallið, bæði fyrir helgina og um helgina, til að fylgjast með okkar besta skíðafólki á æfingum og í keppni.
Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á heimasíðu Skíðafélags Fjarðabyggðar.
Mynd: Landslið Íslands í alpagreinum 2012 til 2013.