Vetrarhlaup 4 hjá Hlaupahérum

Þá er komið að fjórða hlaupinu í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna en það fer fram næstkomandi laugardag. Eins og vanalega verða hlauparar ræstir af stað frá íþróttahúsinu á Egilsstöðum kl. 10:00 en skráning hefst hálftíma fyrir hlaup. Skráningargjald er 1000 krónur og innifalin er létt hressing og aðgangur að sundlauginni að hlaupi loknu. Allir sem taka þátt eiga þess kost að fá vegleg útdráttarverðlaun sem að þessu sinni koma frá hárgreiðslustofunni Caró á Egilsstöðum.

Fyrir þá sem ætla á Egilsstaðablót kvöldið áður þá er þetta kjörið tækifæri til að rétta sig af eftir súrmatsátið og alla gleðina

Fyrirkomulag: Hlaupnir eru 10 km með tímatöku og gefur þátttaka 1-5 stig í vetrarhlaupastigakeppninni. Einnig verður boðið upp á 5 km hlaup með tímatöku en það gefur ekki stig. Stigakeppnin er æsispennandi en minnt er á að allir geta verið með, ekki er nauðsynlegt að hafa tekið þátt í öllum hlaupum syrpunnar.

Hlauparar eru hvattir til að mæta og muna eftir endurskinsvestunum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ