Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf
Frjálsíþróttaráð UÍA stendur fyrir hinu árlega Ávaxtamóti í frjálsum íþróttum og fer það fram í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði næstkomandi laugardag og hefst kl 12:00. Að vanda er keppninn ætluð 10 ára og yngri, og áhersla lögð á jákvæða upplifun af íþróttinni, gleði og gaman.
Þátttakendur fá að spreyta sig í spretthlaupi, langstökki án atrennu og boltakasti, en að auki verður ávaxtaboðhlaup og þrautabraut en reikna má með að glaðbeittir ávextir taki þar þátt.
Allir krakkar 10 ára og yngri eru velkomnir og alls ekki skilyrði að hafa reynslu af frjálsum íþróttum, alveg feikninóg að langa til að prófa!
Þátttökugjöld eru 500 kr á keppenda og fá allir þátttakendur glaðning í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Senda má skráningar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. að í síma 4711353, einnig er hægt að skrá sig á staðnum, Húsið opnar kl 11:30 og um að gera að mæta tímanlega svo hægt verði að hefja keppni á slaginu 12.