Huginn á Seyðisfirði hefur hundraðasta starfsár sitt með stæl

Íþróttafélagið Huginn á Seyðisfirði mun fagna 100 ára afmæli á komandi sumri. Ráðgert er að efna til glæsilegrar afmælishátíðar dagana 28.-30. júní. Margir smærri viðburðir verða nú á árinu í tilefni afmælisins og sá fyrsti var haldinn þann 11. janúar er félagið stóð fyrir íþróttadegi í íþróttahúsinu á Seyðisfirði.

Þar tók fólk á öllum aldri þátt í ýmiskonar íþróttum hefðbundnum jafnt sem óhefðbundnum. Stefnt er að því að halda einn viðburð í mánuði fram að afmælishelginni og það er því vel þess virði að fylgjast með dagskránni, en á facebook má finna síðuna Huginn 100 ára og þar birtast fréttir af viðburðum tengdum afmælinu.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ