Elvar Þór íþróttamaður Hattar 2012

Knattspyrnumaðurinn Elvar Þór Ægisson var valinn íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins og sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs á sunnudagskvöld.

Elvar spilaði með Hetti í fyrstu deild karla í sumar. Hann lék 25 leiki og var markahæstur í liðinu með tíu mörk. Elvar lék nánast alla leikina frá upphafi til enda og fékk ekki eitt gult spjald.

Þá voru starfsmerki Hattar afhent í fyrsta sinn en þau hljóta einstaklingar sem lengi hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Kristján Guðþórsson hlaut starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu knattspyrnu og Guðný Margrét Hjaltadóttir fyrir vinnu sína í þágu körfubolta og skíða.

Hver deild útnefnir einn íþróttamann en aðalstjórn félagsins velur einn úr þeim hópi. Eftirtaldir eru íþróttamenn ársins hjá deildum Hattar:

Blak : Jón Grétar Traustason

Fimleikar: Valdís Ellen Kristjánsdóttir

Frjálsíþróttir : Daði Fannar Sverrisson

Knattspyrna : Elvar Þór Ægisson

Körfubolti : Sigmar Hákonarson

Sund : Hubert Henryk Wojtas

Taekwondo : Hjálmar Elíeserson

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ