Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga að hefjast hjá Freyfaxa

Freyfaxi mun nú í janúar bjóða upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglinga.  Kennt verður í reiðhöllinni á Iðavöllum og á félagssvæði Stekkhólma. Þátttakendum verður skipt eftir aldri og getu.

Kennarar verða þær Ellen Thamdrup, Tamningamaður og Þjálfari FT og Angelika Liebermeister, Tamningamaður FT og IPZV- reiðkennari C.

 

Kennt verður með tveggja vikna millibili frá miðjum janúar og fram í apríllok. Þeir sem ekki hafa hest til umráða bíðst að fá reiðskjóta á vegum félagsins.

Auk grunnþátt í reiðmennsku og umhirðu hrossa verður farið í ýmiskonar hestaleiki og endað á Krakkahelgi þar sem hestar og börn bregða á leik saman og sýna afrakstur námskeiðsins.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér á heimasíðu Freyfaxa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ