Hörð barátta um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2012.

 

Fimmtán keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og tveimur flokkum kvenna, en þar sem keppendur voru heldur færri en undanfarin ár voru 13-15 ára flokkar sameinaðir karla og kvennaflokkum. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

 

Eftir margar skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2012

Stelpur 10-12 ára – Kristín Embla Guðjónsdóttir

Strákar 10- 12 ára – Máni Snær Ólafsson

Meyjar 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir

Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson

Konur  - Eva Dögg Jóhannsdóttir

Karlar – Hjalti Þórarinn Ásmundsson

Kvennaflokkur

  1. sæti Eva Dögg Jóhannsdóttir                          1  1    2
  2. sæti Bylgja Rún Ólafsdóttir                0  0    0

Karlaflokkur

  1. sæti Hjalti Þórarinn Ásmundsson        x  1  1  1  1    4
  2. sæti Ásmundur Hálfdán Ásmundsson            0  x  1  1  1    3
  3. sæti Magnús Karl Ásmundsson           0  0  x  1  1    2
  4. sæti Hjörtur Elí Steindórsson                          0  0  0  x  1    1
  5. sæti Haraldur Eggert Ómarsson          0  0  0  0  x    0

Stelpuflokkur

  1. sæti Kristín Embla Guðjónsdóttir       x  ½  1  1  1  1    4 ½
  2. sæti Bryndís Steinþórsdóttir               ½  x  1  1 ½  1    4
  3. sæti Rebekka Rut Svansdóttir                        0   0  x  1  1  1    3
  4. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir            0  ½  0  x  1  1    2 ½
  5. sæti Fanney Ösp Guðjónsdóttir          0   0  0  0  x  1    1
  6. sæti Marta Lovísa Kjartansdóttir        0   0  0  0  0  x    0

Strákaflokkur

  1. sæti Máni Snær Ólafsson                    1  1    2
  2. sæti Leifur Páll Guðmundsson            0  0    0

 

Glímustjóri      Þorvaldur Aðalsteinsson

Ritari               Ásmundur Ásmundsson

Tímavörður     Hjördís Helga Þóroddsdóttir

Yfirdómari      Snær Seljan Þóroddsson

Meðdómarar   Sindri Freyr Jónsson

Laufey Frímannsdóttir

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ