Snæfell 2012 komið út

Nýjasta tölublaði Snæfells var dreift til Austfirðinga í vikunni. Þar kennir ýmissa grasa. Farið er yfir árið hjá UÍA í máli og myndum. Aðalviðtal blaðsins er við Rafn Heiðdal, fyrrverandi knattspyrnumann frá Djúpavogi.

Rafn var að verða tuttugu og þriggja ára, átti von á barni og nýbyrjaður að spila í fyrstu deildinni í knattspyrnu þegar hann greindist með krabbamein. Við tók löng og erfið meðferð við krabbameininu og síðan við alkóhólisma. Snæfell ræddi við Rafn um fisk og fótbolta á Djúpavogi, baráttuna við veikindin og löngunina til að hjálpa öðrum.

Af öðru efni má nefna viðtal við Helenu Kristínu Gunnarsdóttur, íþróttamann UÍA árið 2011 en hún söðlaði um á árinu, fór frá Þrótti Neskaupstað til Bandaríkjanna þar sem hún spilar blak með Lee Collage í Texas. Við ræðum einnig við Ólaf Tryggva Þorsteinsson og Höllu Helgadóttur, Unglingalandsmótsfara.

 

Blaðið er hægt að lesa hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ