Akstursíþróttamenn stofna nýtt sérsamband

Stofnþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið í gær í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Með stofnun AKÍS eru sérsambönd innan ÍSÍ orðin 29 talsins. Akstursíþróttir eru stundaðar innan vébanda átta héraðssambanda/íþróttabandalaga og er UÍA eitt þeirra.

 

Stjórn AKÍS skipa þeir; Lárus Blöndalformaður, Ari Jóhannsson,  Tryggvi Þórðarson, Ragnar Róbertsson, Gunnar Hjálmarsson, Guðbergur Reynisson, Ólafur Guðmundsson og Björgvin Ólafsson.

Meðfylgjandi mynd var tekin af nýrri stjórn eftir stofnfundinn í gær og er fengi með góðfúslegu leyfi af heimasíðu ÍSÍ.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ