Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar fær verðlaun í Þrekraunum

Þrekraunir er nafn á samnorrænu verkefni þar sem  7. og 8. bekkir grunnskóla Norðurlandanna keppa í hinum ýmsu íþróttaæfingum og færa niðurstöður inn á vef verkefnisins sem finna má á heimasíðu verkefnisins. Íþróttakennarar skólanna hafa veg og vanda að framkvæmd verkefnisins þannig að tryggt sé eins og hægt er að allir framkvæmi æfingarnar með sama hætti.

 

Tíu bekkir frá Íslandi tóku þátt í verkefninu í ár og hlaut 8. bekkur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fyrstu verðlaun í flokki 8. bekkja.  Verðlaunin eru kr. 7.500.- danskar krónur.  Þetta er frábær árangur hjá nemendunum á Fáskrúðsfirði og er þeim og kennurum óskað til hamingju með árangurinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ