Herumótið í blaki á laugardaginn.

Herumótið í blaki verður haldið laugardaginn 1. desember í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Mótið er til styrktar Heru Ármannsdóttur sem hefur verið að berjast við erfið veikindi. Hera hefur gert svo mikið fyrir blakíþróttina og langaði samherja hennar í Hetti að gera eitthvað fyrir hana og fjölskyldu hennar á móti.

Mótið byrjar kl. 13.00 og stendur eitthvað fram eftir degi. Mótsgjaldið er 2000 kr á mann og skal það borgast í peningum við upphaf mótsins. Bæði er hægt að skrá lið og einstaklinga. Einnig verður veitingasala á staðnum og rennur allur ágóði af henni sem og mótsgjöldin, til Heru og fjölskyldu hennar.

Við hvetjum alla til að vera með hvort sem þeir kunna eitthvað í blaki eða ekki. Aðal málið er að hafa gaman og skemmta sér og öðrum. Einnig hvetjum við fólk til að kíkja við og fá sér kaffi og horfa á nokkra leiki.

Upplýsingar og skráning er hjá Elínborgu og Aðalsteini í síma: 8683178 eða netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 23:59 miðvikudaginn 28. nóvember.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Heru og liðsfélaga hennar á góðri stundu á Austurlandsmóti í blaki fyrir nokkrum árum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ