Styrkjum úr Spretti formlega úthlutað

 

Síðastliðinn laugardag var úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa 950.000 krónum til efnilegra íþróttamanna, þjálfara og íþróttafélaga á Austurlandi. Úthlutað er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti og var þetta seinni úthlutn ársins. Að þessu sinni bárust 28 umsóknir til sjóðsins og 18 þeirra hlutu styrk. 

Gunnar Gunnarsson formaður UÍA og Gunnlaugur Aðalbjarnarson gjaldkeri UÍA afhentu styrkina með formlegum hætti að loknu fimleikamóti Hattar í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Styrkhafar fengu að auki  Þórarinspening UÍA að gjöf, en peningurinn er kenndur við Þórarinn Sveinsson einn af stofnendum sambandsins.  ,,Það er einkar ánægjulegt að geta stutt við efnilegt íþróttafólk og öflugt starf íþróttafélaga á Austurlandi með þessum hætti. Við erum Alcoa Fjarðaáli þakklát fyrir samstarfið og vitum að þessir styrkir munu nýtast vel” sagði Gunnar af þessu tilefni.

Afreksstyrkir:

Þrjár afreksstyrksumsóknir bárust að þessu sinni, allar frá konum og það voru því þrjár efnilegar íþróttakonur sem þá hlutu, þær:

 

Valdís Ellen Kristjánsdóttir fimleikakona úr Hetti

 

Eydís Elva Gunnarsdóttir blakkona úr Þrótti

 

Heiðdís Sigurjónsdóttir knattspyrnukona úr Hetti

 

Allar hljóta þær 100.000 kr til að sækja íþróttaviðburði og æfingar innanlands sem utan.

 

 

Iðkendastyrki hlutu:

 

Halla Helgadóttir frjálsíþrótta- og knattspyrnuiðkandi frá Hetti, 50.000 kr

 

Ólafur Tryggvi Þorsteinsson mótorcrossiðkandi frá START/Hetti, 50.000 kr

 

Nikólína Dís Kristjánsdóttir sundiðknadi frá Austra, 50.000 kr

 

Lilja Tekla Jóhannsdóttir skíðaiðkandi frá Þrótti, 50.000 kr

 

Ásbjörn Eðvaldsson skíðaiðkandi frá Austra 50.000 kr

 

Jens Albertsson knattspyrnuiðkandi frá Neista 25.000 kr

 

Þorvaldur Marteinn Jónsson skíðaiðkandi frá Þrótti 25.000 kr

 

Jensína Martha Ingvarsdóttir skíðaiðkandi frá Austra 25.000 kr

 

Írena Fönn Clemmensen skíðaiðkandi frá Þrótti 25.000 kr

 

 

Þjálfarastyrki hlutu:

 

Skíðafélagið í Stafdal vegna námskeiðs í verklegri skíðakennslu 50.000 kr

 

Ljubisa Radovavic knattspyrnudeild Hattar vegna þjálfaranámskeiðs KSÍ 50.000 kr

 

Guðbjörg Björnsdóttir sunddeild Hattar vegna dómararéttinda SSÍ 50.000 kr

 

 

Félagastyrkir

 

Golfklúbbur Norðfjarðar vegna þjáflaramenntunar og uppbyggingu unglingastarfs 50.000 kr

 

Frjálsíþróttadeild Hattar í samstarfi við aðrar frjálsíþróttadeildir á Austurlandi vegna æfingabúða 50.000 kr

 

Sunddeild Hattar vegna sundæfinga fyrir 6-7 ára 50.000 kr

 

Á myndinni hér til hliðar má sjá hluta styrkhafa ásamt Gunnlaugi Aðalbjarnarsyni gjaldkera UÍA, en ófærð og leiðindaveður öftruðu nokkrum styrkhöfum að komast á afhendinguna.


Myndataka var í höndum Gunnars Gunnarssonar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ