Blakkrakkar frá Þróttir fara á kostum á Íslandsmóti
Síðastliðna helgi tóku 9 lið frá Þrótti þátt í fyrri hluta Íslandsmóts hjá 6., 5. og 3. flokki, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Að venju var Þróttur með fjölmennasta hópinn á mótinu en alls tóku 41 lið þátt í mótinu í 8 mismunandi deildum.
Lið Þróttar stóðu sig með stakri prýði og voru oftar en ekki efst eða ofarlega í sínum keppnisflokkum.
Hér fyrir neðan má sjá árangur liðanna.
6. flokkur - 3. stig
Þróttur N - 1 - 2. sæti
Þróttur N C - 2 - 3. sæti
5. flokkur stúlkna - 4. stig
Þróttur N.A - kvk - 3. sæti
5. flokkur - 3. stig
Þróttur N.B-2 - 2. sæti
Þróttur N.C-2 - 6. sæti
Þróttur N.A - 7. sæti
3. flokkur kk
Þróttur N - 4. sæti
3. flokkur kvk - A lið
Þróttur Nes A - 1. sæti
3. flokkur kvk - B lið
Þróttur Nes B - 1. sæti
Við óskum krökkunum til hamingju með góðan árangur, og velfarnaðar í framhaldinu en síðari hluti Íslandsmótsins verður haldinn í Neskaupstað 12. - 14. apríl.
Meðfylgjandi mynd er tekin með góðfúslegu leyfi af heimasíðu blakdeildar Þróttar.