Gull og gleði á glímumóti

Laugardaginn 27. október síðaðastliðinn fór fram fjölþætt glímumót á Reyðarfirði, en þar var haldin fyrsta umferð í meistaramótsröðinni 16 ára og eldri, Íslandsmeistaramót og Sveitarglíma 15 ára og yngri.

Keppendur voru um 70 talsins og komu víðsvegar að. UÍA átti þar myndarlegan hóp sem taldi 20 keppendur. Allir stóðu þeir sig hið besta, sýndu falleg tilþrif og skiluðu ótal verðlaunum í hús. Mikil og góð stemming var í húsinu og ætlaði þar allt um koll að keyra í mest spennandi viðureignum í sveitaglímunnar.

Í sveitaglímu átti UÍA tvær sigursveitir í flokki sveina 12-13 ára en þar voru á ferð Máni Snær Ólafsson, Sveinn Marinó Larsen og Pálmi Þór Jónasson. Í flokki drengja 14-15 ára sigraði UÍA sveit skipuð þeim Guðjóni Smára Guðmundssyni, Jakobi, Daníel Vigfússyni, Arnari Loga Ólafssyni og Haraldi Eggert Ómarssyni.

Í meistaramótsröðinni sigraði þjálfari hópsins Magnús Karl Ásmundsson í bæði -80 kg og -90 kg flokki karla og Eva Dögg Jóhannsdóttir í -65 kg flokki kvenna. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Svanur Ingi Ómarsson sigruðu í unglingflokkum +80 og -80 kg.

UÍA keppendur urðu ekki síður sigursælir á Íslandsmeistaramótinu en þar urðu eftirtaldir Íslandsmeistarar:Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir og Haraldur Eggert Ómarsson.

Óskum við okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ