Blásið verður til leiks í Bólholtsbikarnum í næstu viku

Bólholtsbikarinn, utandeildarkeppni í körfubolta fer af stað í þriðja sinn í næstu viku. Sex lið eru skráð til leiks Austri, Ásinn, Lechendos (lið ME), Sérdeildin 1, Sérdeildin 2 og 10. flokkur Hattar.

Sem fyrr verða leiknar 10 umferðir og keppninni lýkur á úrslitahátíð um miðjan mars, þar sem fjögur stigahæstu liðin leika til úrslita.

Lið Sérdeildarinnar er ríkjandi meistari keppninnar en liðið sigraði í fyrra og hittifyrra. Nú verður spennandi að sjá hvort einhvert liðanna getur velgt þeim undir uggum.

Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á facebooksíðu keppninnar Bólholtsbikarinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ