Kvennalið Þróttar í blaki á góðri siglingu

 

Kvennalið Þróttar Neskaupstað tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki. Karlaliðið þarf aðra tilraun.

 

Fyrirkomulagið í bikarkeppninni er þannig að leikið er í tveimur riðlum. Efstu liðin úr hvorum komast í undanúrslit en hin sem eftir sitja fá annað tækifæri í seinni forkeppninni sem fram fer á Norðfirði fyrstu helgina í febrúar.

Kvennalið Þróttar lék í B riðli með Aftureldingu, Þrótti Reykjavík og KA. Liðið vann alla leiki sína þrjá 2-0 og fór áfram með fullt hús stiga. Karlaliðið spilaði í B riðli við HK og Fylki og tapaði fyrir báðum liðunum.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ