Starf Úrvalshóps UÍA í frjálsum hafið, þetta haustið
Frjálsíþróttaráð UÍA starfrækir úrvalshóp í frjálsum íþróttum og er megin markmið hans að styðja við efnilegt frjálsíþróttafólk í fjórðungnum og efla það til enn frekari dáða í íþrótt sinni.
Hópurinn hefur farið ört stækkandi og á síðasta keppnistímabili náðu 10 íþróttamenn náð lágmörkum inn í hópinn. Úrvalshópurinn hittist síðastliðinn mánudag og hlýddi á Sigríði Baxter knattspyrnuþjálfara og fyrrum afrekskonu og Olympíufara á skíðum fjalla um hugafar og forgangsröðun afreksíþróttamanna. Einnig setti hópurinn sér markmið fyrir komandi keppnistímabil.
Í hópnum eru nú:
Örvar Þór Guðnason Hetti fyrir hástökk
Daði Fannar Sverrisson Hetti fyrir sleggjukast, spjótkast, kringlukast og kúluvarp
Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir Ásnum fyrir hástökk
Hrefna Ösp Heimisdóttir Hetti fyrir 60 m hlaup, kringlukast og 800 m hlaup
Helga Jóna Svansdóttir Hetti fyrir 60 m hlaup, 80 m grindahlaup, 100 m hlaup, 200 m hlaup og hástökk.
Bjarni Tristan Vilbergsson Neista fyrir spjótkast
Atli Pálmar Snorrason Hetti fyrir 800 m hlaup og spjótkast
Mikael Máni Freysson Þristi fyrir 100 m hlaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup og hástökk
Einar Bjarni Helgason Hetti fyrir spjótkast, hástökk og langstökk
Atli Geir Sverrisson Hetti fyrir kringlukast
Hópurinn er ætlaður 14 ára og eldri og má sjá lágmörk hópsins hér.