Fræðsluerindi um einelti á vegum Æskulýðsvettvangsins

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 25. október í húsnæði Björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum, Miðási 1 kl. 17.00 – 18.30.

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR. EKKI MEIR er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

Á erindinu verður Aðgerðaáætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift sem og eineltis plakati og nýútkomnum Siðareglum Æskulýðsvettvangsins.

Léttar kaffiveitingar í boði.

Allir velkomnir!

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ