Hreyfivika 1.-7. október

Vikuna 1.-7. október er um alla Evrópu blásið til verkefnisins MOVE WEEK, sem hefur það að markmiði að vekja athygli á gildi íþrótta og hreyfingar sem hluta af heilbrigðum og virkum lífsstíl. Það er Ungmennafélag Íslands sem heldur utan um verkefnið hér á landi.

Íþróttafélög, félagasamtök og sveitarfélög hafa verið hvött til að standa fyrir ýmsum hreyfiviðburðum í tilefni átaksins.

Höttur í samstarfi við Fljótsdalshérað mun standa fyrir fjölbreyttir dagskrá, en vikunni verður öllum velkomið að koma og taka þátt í æfingum félagsins og kynna sér starfið. Nánari upplýsingar má finna á hér.

Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í boði á Fljótsdalshéraði.

1. október kl 9:45 verður afhjúpað, við íþróttahúsið í Fellabæ, skilti um hlaupaleiðir í og við þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ og samskonar skilti verður afhjúpað við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum 3. október kl 14:00.

Nemendur Egilsstaðaskóla þreyta hið árlega Péturshlaup 3. október.

Hlaupahérarnir á Egilsstöðum bjóða áhugasömum að taka á sprett með sér frá Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum mánudaga og miðvikudag kl 17:15 og laugardaga kl 10:00.

Auk þessa býður Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum öllum frítt í sund laugardaginn 6. september.

Vonandi verður Austurland allt á iði næstu vikuna og gaman væri að fá fréttir frá fleirum sem standa fyrir viðburðum í komandi viku.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ