Blaktímabilið byrjar vel hjá Þrótti
Blaklið Þróttar byrjuðu keppnistímabilið af krafti síðastliðna helgi með sigrum á Aftureldingu. En þá sóttu karla- og kvennalið Aftureldingar karla- og kvennalið Þróttar heim.
Þróttur hefur ekki átt karlalið í 1. deild í um 12 ára skeið. Það virtist þó ekki há strákunum og sigruðu þeir Aftureldingu sannfærandi 3-1 og 3-0, en liðin spiluð tvo leiki á föstudagskvöld og laugardag.
Kvennalið Þróttar mætti Íslandsmeisturum Aftureldingar í hörkuleik á laugardag og höfðu okkar konur sigur 3-1. Þess er skemmst að minnast þegar þessi lið áttust við í fyrra vor þegar Afturelding hafði betur í æsispennandi viðureign um Íslandsmeistaratitilinn.
Það er því ljóst að blaktímabilið fer vel af stað og spennandi að fylgjast með hverju fram vindur í vetur.
Myndirnar hér til hliðar eru fengnar af heimasíðu blakdeildar Þróttar, en Jón Guðmundsson tók þær í leikjunum um helgina.