Leiknir Fáskrúðsfirði raðaði inn mörkum, þau hefðu mátt vera fleiri á öðrum vígstöðvum.

Mikið var um að vera í knattspyrnunni hér eystra um helgina og laugardagurinn undirlagður af mikilvægum leikjum hjá liðum í fjórðungnum. Ekki fóru þeir þó allir eins og vonir stóðu til.

 

Höttur tapaði 2-3 fyrir Leikni Reykjavík á Vilhjálmsvelli. Ljóst er því að róðurinn verður þeim nokkuð þungur, enda nú í fallsæti í 1. deildinni. Enn er þó veik von, sigri þeir deildarmeistara Þórs Akureyri um næstu helgi og Leiknir tapi fyrir ÍR.

Lið Fjarðabyggðar féll úr 2. deild eftir 2-3 ósigur gegn Aftureldingu á Eskifjarðarvelli.

Leiknir Fáskrúðsfirði fóru hinsvegar létt með lið Magna í höllinni á Reyðarfirði og sigrðu þá 6-1 og tryggðu sér þriðja sætið í þriðju deildinni.

 

Hér má sjá viðtal við Eystein Húna Hauksson þjálfara Hattar sem Austurfrét tók eftir leikinn og hér á síðu Austurfréttar má finna myndir úr leiknum

Hér má sjá viðtal við Heimi Þorsteinsson þjálfara Fjarðabyggðar sem Austurfrétt tók eftir leikinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ